- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM18: Góður sigur en teljum okkur eiga meira inni

Leikmenn 18 ára landsliðsins við brottför frá Keflavík á dögunum. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við erum fyrst og fremst ánægðir með að mótið sé loksins byrjað og að okkur hafi tekist að vinna fyrsta leik. Í þessu felst ákveðinn léttir. Það er alltaf stress og eftirvænting í mönnum þegar flautað er til leiks í fyrsta sinn á stórmóti,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 18 ára landsliðs karla við handbolta.is eftir níu marka sigur íslenska landsliðsins á því færeyska í í 1. umferð Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í gær, 32:23.

Áfram verður leikið á mótinu í dag og framundan er viðureign við Ítalíu í dag. Ítalir lögðu Svartfellinga í gær, 32:30, á nokkuð sannfærand hátt. Viðureign Íslands og Ítalíu hefst klukkan 17.30 og verður reynt eftir megni að fylgjast með á handbolti.is.

Staðan var 15:9 fyrir íslenska liðið eftir fyrri hálfleik en þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var forskotið komið upp í 10 mörk, 20:10.

Nathan Doku Helgi Asare t.v. og Ævar Smári Gunnarsson. Sá síðarnefndi skoraði glæsilegt mark beint úr aukakasti í gær þegar leiktíminn var úti. Ljósmynd/MKJ

Betri varnarleikur

„Það var stress og spenna í okkur framan af. Leikur okkar var hægur en batnaði þegar leið á fyrri hálfleikinn. Eins vorum við nokkuð eftirgefanlegir í vörinni. Allt þetta batnaði í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var til að mynda mikið betri og með honum má segja að við höfum gert út um leikinn,“ sagði Heimir sem væntir betri frammistöðu í leiknum við ítalska landsliðið í dag.

„Ég tel okkur eiga meira inni en við sýndum gegn Færeyingum. Ég heyri það líka á strákunum að þeir eru sama sinnis,“ sagði Heimir Ríkarðsson sem þjálfar U18 ára landsliða karla ásamt Patreki Jóhannessyni.

Sjá einnig: EM18: Níu marka sigur á Færeyingum í fyrsta leik

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -