- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta var hrikalega vel gert hjá strákunum

Magnús Ingi Stefánsson markvarðaþjálfari og Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U18 ára landsliðs karla. Bernhard Kristján Owusu Darkoh leikmaður U18 ára landsliðsins t.h. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -

„Það er bara geggjað að byrja riðlakeppni átta liða úrslita á sigri og á þennan hátt með því að vera yfir allan leikinn. Við gerðum þetta bara alveg hrikalega vel,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara 18 ára landsliðsins í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir sigur á Svíum, 34:29, í fyrstu umferð af þremur í riðlakeppni átta lið úrslita Evrópumóts 18 ára landsliða í Podgorica í Svartfjallalandi fyrir hádegið.

Vinnusemin í strákunum frábær

„Varnarleikurinn var flottur og þótt Svíar gerðu harða atlögu að okkur í síðari hálfleik og minnka muninn í eitt mark þá stóðum við það af okkur og snerum vörn í sókn á nýja leik. Vinnusemin í strákunum var frábær,“ sagði Heimir sem er í skýjunum með sannfærandi sigur.

Allt gekk upp

„Segja má að allt hafi gengið upp sem við lögðum upp fyrir leikinn. Strákarnir eiga allt hrós skilið. Líka þeir sem komu minna við sögu. Liðsheildin er frábær,“ sagði Heimir sem ásamt Patreki Jóhannessyni samstarfsmanni sínum hefur sólarhring til þess að búa strákana undir næsta leik sem verður við Spánverja í hádeginu á morgun. Eftir þá viðureign tekur við eins dags frí áður en kemur að þriðja og síðasta leiknum í riðlinum við Norðmenn sem mæta Spánverjum í dag.

„Leikurinn við Svía í morgun sýnir hvað hægt er að gera þegar menn eru all in og hver einasti maður leggur sig fullkomlega fram. Ég er mjög sáttur,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari 18 ára landsliðs karla ásamt Patreki Jóhannessyni.

EM18: Frábær frammistaða og fimm marka sigur á Svíum

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Yngri landslið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -