- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ánægð með tvö stig í mjög erfiðum leik

Hluti að leikmannahópi Ísland á HM 18 ára landsliða kvenna. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við erum fyrst og fremst ánægð með tvö stig í mjög erfiðum leik við Gíneu,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari 18 ára landsliðs kvenna við handbolta.is í skilaboðum í dag eftir fyrsta sigur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Chuzhou í Kína í morgun.

Léku fast

„Við byrjuðum vel og misstum síðan niður þráðinn með þeim afleiðingum að við þurftum að hafa mjög mikið fyrir sigrinum. Gíneuliðið lék mjög fast og náði að koma okkur úr jafnvægi. Eftir að við lentum marki undir um miðjan síðari hálfleik þá fannst mér stelpurnar sýna mikinn karakter og styrk að ná því að snúa við taflinu. Þær léku síðustu mínúturnar virkilega vel og lönduðu þar með sigrinum,“ sagði Rakel Dögg en íslenska liðið skoraði fimm síðustu mörk leiksins í 25:20 sigri.

Næsti leikur á mánudag

Íslenska landsliðið mætir landsliði Egyptalands á mánudaginn og rúmenska landsliðinu á þriðjudaginn í milliriðli fjögur í hópi liðanna sem víst er að hafna í sætum 17 til 32. Íslenska liðið byrjar með tvö stig í riðlinum eins og rúmenska liðið. Egyptar og Gínebúar verða án stiga.

Hvað tekur við að milliriðlum loknum skýrist af niðurstöðu leikjanna tveggja á mánudag og þriðjudag en víst er að síðustu tvær viðureignir Íslands á mótinu verða á fimmtudag og föstudag.

Mæta Egyptum og Rúmenum í milliriðlum HM í Kína

HMU18 kvenna – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -