Ágúst Emil Grétarsson leikur ekki með Gróttu á komandi keppnistímabili. Hann ákvað í vor að skrifa ekki undir nýjan samning við félagið en flyta þess í sta heim til Vestmannaeyja. Ágúst Emil hafði leikið með Gróttu frá 2018 og verið helsti hægri hornamaður liðsins.
Áður en Ágúst Emil gekk til liðs við Gróttu hafði hann leikið með uppeldisfélagi sínu ÍBV og var m.a. í þreföldu meistaraliði ÍBV vorið 2018.
„Ég fékk vinnu sem vélstjóri á skipi í Vestmannaeyjum,“ sagði Ágúst Emil við handbolta.is um þá ákvörðun sína að yfirgefa Gróttu. Spurður hvort hann ætlaði sér að leika handknattleik á komandi tímabili sagði Ágúst Emil það vera opið. Hann útilokaði ekkert í þeim efnum en að sama skapi hafi heldur ekkert verið ákveðið. Hæpið væri a.m.k. að hann klæddist Gróttutreyjunni í vetur.