Ágúst Birgisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH til eins árs, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá deildinni.
Ágúst gekk til liðs við FH frá Aftureldingu í upphafi árs 2016 og hefur síðan þá verið í stóru hlutverki, jafnt í vörn sem sókn og tekið þátt í 270 kappleikjum.
„Ágúst er mikill karakter innan sem utan vallar og hefur verið margoft verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína á vellinum, t.d. hefur hann bæði verið valinn í lið ársins í Olísdeildinni og verið valinn besti varnarmaður ársins. Þá hefur Ágúst tvívegis verið kjörinn handknattleiksmaður FH, árin 2017 og 2021.
Það eru frábærar fréttir fyrir okkur FH-inga að Gústi taki slaginn með okkur FH-ingum í a.m.k. eitt ár í viðbót,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar FH í morgun.