- Auglýsing -
Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans í meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen unnu í kvöld HC Kriens-Luzern í framlengdum leik í meistarakeppninni í Sviss, 35:34. Óðinn Þór fór á kostum í leiknum og skoraði 10 mörk í 11 skotum. Fjögur marka sinna skoraði hann úr vítaköstum hvar hann var með fullkomna nýtingu.
Staðan var jöfn að loknum 60 mínútna leik, 29:29. Óðinn Þór og félagar jöfnuðu metin en talsvert gekk á síðustu mínúturnar. Einnig voru leikmenn HC Kriens-Luzern nærri búnir að jafna metin undir lok framlengingar.
Keppni hefst í svissnesku A-deildinni 28. september. Upphafsleikur Kadetten verður þremur dögum síðar gegn BSV Bern.
- Auglýsing -