- Auglýsing -
Pálmi Fannar Sigurðsson fyrirliði og einn traustasti leikmaður HK á undanförnum árum leikur ekki með liðinu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Sennilegt er að handknattleiksskór hans séu að mestu komnir upp á hillu.
Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er Pálmi Fannar fluttur til útlanda hvar hann hefur fengið vinnu sem flugmaður.
Pálmi Fannar kom til HK fyrir áratug frá Haukum og hefur síðustu ár verið kjölfesta í varnarleik Kópavogsliðsins. Í lokahófi handknattleiksdeildar HK í vor var Pálma Fannari veitt viðurkenning fyrir að hafa leikið 200 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.
- Auglýsing -