- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir Íslendingar á lista yfir 10 áhugaverðustu félagaskipti sumarsins

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Wisla Plock og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru á lista yfir tíu áhugaverðustu félagaskipti sumarsins í evrópskum handknattleik samkvæmt lista sem starfsmenn handball-planet hafa soðið saman nú eins og undanfarin ár. Fjórir íslenskir handknattleiksmenn eru á listanum sem tekur yfir 100 áhugverðustu félagaskiptin að mati vefmiðilsins. Af þeim er þrír Selfyssingar.

Skipti Viktors Gísla Hallgrímssonar markvarðar frá HBC Nantes í Frakklandi til pólska meistaraliðsins Orlen Wisla Plock eru í sjötta sæti og er þau áhugaverðustu þegar litið er til íslenskra handknattleiksmanna.

Janus Daði Smárason er í níunda sæti en hann söðlaði um og gekk til liðs við Pick Szeged í Ungverjalandi að lokinni ársdvöl í herbúðum þýsku meistaranna SC Magdeburg.

Janus Daði Smárason fór frá Þýskalandi til Ungverjalands í sumar. Ljósmynd/EPA

Aðrir Íslendingar á lista handball-planet eru Teitur Örn Einarsson sem í 26. sæti. Hann samdi við Gummersbach eftir þriggja ára veru hjá Flensburg.

Í 45. sæti eru vistaskipti Hauks Þrastarsonar frá Indurstria Kielce til rúmensku meistaranna Dinamo Búkarest um miðjan júlí.

Wolff er númer eitt

Að mati handball-planet voru stærstu félagaskipti sumarsins kaup þýska meistaraliðsins THW Kiel á þýska landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff frá Indurstria Kielce.

Færsla Egyptans Yahia Omar frá Veszprém í Ungverjalandi til PSG er í öðru sæti og koma Danans Niclas Kirkeløkke til Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen þykja þau þriðju markverðustu. Þess má geta að Flensburg samdi við Kirkeløkke um að koma í stað Teits Arnar.

Lista handball-planet í heild sinni er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -