- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonar að hnökrarnir séu úr sögunni – nýir vankantar sniðnir af

- Auglýsing -

„Það hafa verið hnökrar á útsendingum í fyrstu leikjunum, hnökrar sem við höfum ekki séð áður og stafa meðal annars af breytingum sem við vorum að gera vegna fjölgunar leikja. Ég vona að búið sé að leysa úr þessum vanda,“ segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við Handkastið spurður um þau vandamál sem vart hefur verið við í útsendingum Handboltapassans frá leikjum úr fyrstu tveimur umferðum Olísdeildar karla og kvenna.

Vorum á ágætum stað í vor

„Í hreinskilni sagt þá hafa hnökarnir valdið okkur vonbrigðum. Við vorum komnir á ágætan stað með útsendingarnar í vor. Þess vegna áttum við ekki von á öðru en að okkur tækist að byrja á sama stað, ef ekki betri, núna í haust.

Hinsvegar erum við að feta nýja braut og þess vegna er ljóst að það mun taka sinn tíma að sníða af alla vankanta. Ég átti góðan fund í gær og að honum loknum vona ég þeir hnökrar sem verið hafa á útsendingum séu úr sögunni,“ segir Róbert Geir ennfremur sem undirstrikar að umfangið hjá HSÍ er meira en hjá öðrum sem hafa fetað sig inn á þessa braut varðandi útsendingar frá handknattleik með kerfi Spiideo.

Nýjungar í Handboltapassanum

Á næstu dögum bætast við í handboltapassann leikir yngri flokka auk þess sem félögin munu þreifa sig áfram við markmyndavélar í útsendingum sem gefa munu fleiri sjónarhorn. Einnig bætist við sá kostur að endurtaka einstök atvik í leikjum.

Sum félög standa sig vel – önnur mega bæta sig

Róbert segir sum félög standa mjög vel að málum varðandi útsendingar og innleiðingar á tækninni. „Önnur mættu vissulega bæta sig,“ segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við Handkastið í dag.

Þáttinn í heild er að finna hér fyrir neðan. Viðtalið við Róbert Geir um útsendingarnar þar sem farið er vítt og breytt yfir sviðið í þeim efnum hefst eftir rúmlega 10 mínútur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -