- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útsendingaréttur Evrópuleikja FH og Vals hefur verið seldur

Einkar góð stemning var á Evrópuleikjum Vals á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

Streymisveitan Livey hefur keypt útsendingaréttinn hér á landi frá leikjum Evrópudeildar karla í handknattleik, en í henni taka þátt m.a. Íslandsmeistarar FH og Evrópubikarmeistarar Vals. Einnig varð Livey sér út um réttinn á útsendingum frá leikjum Meistaradeildar karla og völdum leikjum Meistaradeildar kvenna. Frá þessu sagði Handknattleikssamband Evrópu í tilkynningu í vikunni. 

Umsvifamikið fyrirtæki

Eftir því sem fram kom í viðtali Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ við Handkastið í gær þá er Livey með sýningaréttinn frá mörgum deildarkeppnum í fótbolta frá mörgum deildum í Evrópu, þar á meðal Lengjudeildinni hér á landi, en það mun vera næst efsta deild fótboltans hér á landi sem ber það heiti.

Riðlakeppni Evrópudeildar karla hefst þriðjudaginn 8. október og leika FH og Valur sex leiki hvort frá 8. október til 26. nóvember.

Samstarf við handboltapassann?

Róbert Geir segir í áðurnefndu viðtali við Handkastið að útsendingar frá leikjum Vals og FH í Evrópudeildinni verði framleiddar á vegum Livey og sendar út á netinu. Einnig eigi Livey í samtali við Símann um að komast inn á svipaða hillu og Handboltapassinn í sjónvarpi Símans. Handboltapassinn er á snærum HSÍ.

„Einnig erum við í viðræðum við þá [Livey-innsk.blm.] um það hvort möguleiki sé á að bæta útsendingunum inn í dagskrá handboltapassans eða hvernig við getum komið leikjunum sem best á framfæri,“ segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við Handkastið

Þáttinn í heild er m.a. að finna hér fyrir neðan.

Sjá einnig:

Vonar að hnökrarnir séu úr sögunni – nýir vankantar sniðnir af

Er Kempa á útleið hjá HSÍ eftir tveggja áratuga samstarf?

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -