- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Solberg er óvænt hættur með sænska landsliðið

Glenn Solberg er hættur þjálfun sænska karlalandsliðsins í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla. Sænska handknattleikssambandið tilkynnti um óvænta afsögn Solbergs í morgun. Ekki fylgir sögunni hver tekur við en ljóst er að hafa verður hraðar hendur því undankeppni EM karla hefst í nóvember og síðan fer heimsmeistaramótið fram í janúar.

Solberg tók við þjálfun sænska landsliðsins af Kristjáni Andréssyni eftir Evrópumótið snemma árs 2020.

Afsögnin er að frumkvæði Solbergs sem segir starfið hafa verið mjög annasamt og kostað verulega fjarveru frá fjölskyldu.

Undir stjórn Solberg urðu Svíar Evrópumeistarar 2022. Þeir hrepptu silfurverðlauna á HM 2021 og bronsverðlaun á EM í upphafi þessa árs. Sænska landsliðið hafnaði í sjöunda sæti á Ólympíuleikunum í sumar og varð í fjórða sæti á HM 2023 á heimavelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -