„Markmiðið er að halda áfram að þróa okkar leik og bæta. Við fáum núna þrjá góða leiki í Tékklandi sem við nýtum til að koma okkur í gang aftur,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta. Landsliðið hefur þátttöku á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í dag með viðureign við pólska landsliðið.
Arnar segist hafa lagt áherslu á að fá leiki snemma tímabils til þess að hefja góðan undirbúning fyrir Evrópumótið í tíma áður en það hefst. Tveir mánuðir eru þangað til íslenska landsliðið mætir Hollandi í upphafsleik sínum á EM.
Lengra myndskeiðsviðtal er við Arnar er efst í þessari grein.
A-landslið kvenna – fréttasíða.
Tveir mánuðir í EM – landsliðið er farið til Tékklands