- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar Steinn úr leik vegna meiðsla

Gunnar Steinn Jónsson þjálfari karlaliðs Fjölnis í handknattleik. Ljósmynd/Þorgils G - Fjölnis handbolti
- Auglýsing -

Gunnar Steinn Jónsson þjálfari Fjölnis lék ekki með liði sínu í gær gegn ÍBV en hann meiddist í viðureign Fjölnis og HK í Olísdeildi karla í Fjölnishöllinni fyrir viku. Gunnar Steinn stýrði sínum mönnum ótrauður frá hliðarlínunni í leiknum þrátt fyrir meiðslin.

„Ég fékk brákað eða brotið rif­bein eft­ir síðasta leik, ég verð því ekki með í ein­hvern tíma en það er fullt af góðum leik­mönn­um sem taka við,“ sagði Gunnar Steinn í samtali við mbl.is eftir leikinn í Vestmannaeyjum í gær þegar hann spurður af hverju hann hafi ekki leikið með lærisveinum sínum.

Gunnar Steinn gerði það gott sem leikmaður Fjölnis gegn HK áður en hann meiddist. Skoraði hann sjö mörk í leiknum og átti fjórar stoðsendingar. Dreif hann lið sitt áfram sem vann leikinn.

Fjölnir tapaði í Eyjum í gærkvöld, 30:22, og hefur tvö stig að loknum fjórum leikjum. Næsti leikur Fjölnismanna verður í Fjölnishöllinni á föstudaginn eftir viku gegn Stjörnunni.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Dagskráin: Fimm leikir framundan í tveimur deildum

Grótta situr áfram við hlið Hafnarfjarðarliðanna

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -