- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó sló upp markaveislu gegn Nazaré-ingum

Þorsteinn Leó Gunnarsson heldur áfram að raða inn mörkum í Portúgal. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á kostum með Porto í gærkvöld í 22 marka sigri á Nazaré Dom Fuas AC, 44:22, í upphafsleik portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Mosfellingurinn sló upp skotsýningu og skoraði 11 mörk, einn fjórða af mörkum Porto, sem var 15 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 25:10.

Þorsteinn Leó geigaði aðeins á tveimur skotum í leiknum, m.ö.o. þá skoraði hann 11 mörk í 13 skotum. Ekkert markanna skoraði Þorsteinn úr vítaköstum. Honum héldu bókstaflega engin bönd. Nazaré Dom Fuas AC-liðar fengu ekkert við neitt ráðið og voru vafalaust fegnastir þeirri stund þegar leiktíminn var úti.

Þorsteinn Leó hefur þar með skoraði 29 mörk í fimm fyrstu leikjum tímabilsins í Portúgal. Porto er efst með 15 stig eftir fimm leiki. Orri Freyr Þorkelsson og félagar í meistaraliðinu Sporting eru með 12 stig og eiga leik inni á Porto. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í deildinni.

Leikurinn í gærkvöld var sá fjórði sem Nazaré Dom Fuas AC tapar í deildinni það sem af er en liðið hefur gert eitt jafntefli.

Stöðuna í portúgölsku 1. deildinni og fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -