- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott fyrsta skref í undirbúningi okkar

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við höfum fengið mikið út úr leikjunum þremur. Þeir voru gott fyrsta skref í undirbúningi okkar fyrir EM,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að íslenska liðið lauk keppni á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í dag.

Íslenska liðið tapaði fyrr Póllandi og Tékklandi á mótinu en vann tékkneskt félagslið sem hljóp í skarðið þegar egypska landsliðið heltist úr lestinni áður en mótið hófst.

„Ýmislegt verðum við að skoða auk þess sem ljóst er að margt getum við gert betur. Einnig er líka margt gott sem stendur eftir sem við munum taka með okkur inn í framhaldið,“ sagði Arnar en tveir mánuðir eru þangað til íslenska landsliðið hefur þátttöku á Evrópumótinu í Innsbruck í Austurríki.

„Það voru kaflar í sóknarleik okkar sem voru erfiðir eins og til dæmis færanýting. Hún mátti hafa verið betri. Við eigum fyrir höndum annað verkefni eftir mánuð til þess að vinna í þessum og fleiri atriðum,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari.

Næst kemur landsliðið saman til æfinga mánudaginn 21. október og leikur tvo vináttuleiki við pólska landsliðið 25. og 26. október heima.

A-landslið kvenna – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -