- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurjón kallaður inn í meistaraliðið og varði vítakast

Sigurjón Guðmundsson markvörður í Noregi. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson fékk í fyrsta sinn í dag tækifæri með norska meistaraliðinu Kolstad og stóð sannarlega fyrir sínu. Sigurjón varði fimm skot, þar af eitt vítakast, 33%, á þeim skamma tíma sem hann fékk til að láta ljós sitt skína í fjögurra marka sigri Kolstad á Bergen Håndball, 32:28, á heimavelli í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar.

Sigurjón hefur leikið með venslaliði Kolstad, Charlottenlund, það sem af er leiktíðinni og látið til sín taka. Hann var hinsvegar kallaður inn í hópinn hjá Kolstad í dag vegna meiðsla annars af helstu markvörðum Kolstad.

Sigurjón var einn fjögurra Íslendinga í liði Kolstad að þessu sinni. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk og Sveinn Jóhannsson eitt. Hann er sækja í sig veðrið eftir fjarveru vegna meiðsla. Sigvaldi Björn Guðjónsson hafði hægt um sig að þessu sinni eftir að hafa farið með himinskautum með liðinu gegn Zagreb í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Simen Ulstad Lyse var markahæstur hjá Kolstad með 11 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -