- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Birkir markahæstur – ýmist tap eða sigur hjá Íslendingum

Arnar Birkir Hálfdánsson leikmaður Amo Handboll. Mynd/Amo Handboll
- Auglýsing -

Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK færðust upp í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld eftir nauman sigur á Guif á heimavelli, 36:35. Arnar Birkir var markahæstur við annan mann með sjö mörk hjá Amo.

Leikmenn Guif saumuðu að Amo-liðinu undir lokin og skoruðu m.a. tvö síðustu mörkin. Það dugði skammt. Guif er næst neðst með eitt stig en Amo hefur fimm stig í fimmta sæti.

Tap í grannaslag

IFK Kristianstad mistókst að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Liðið tapaði í grannaslagnum við HF Karlskrona á heimavelli síðarnefnda liðsins, 32:28. Dagur Sverrir Kristjánsson var eini Íslendingurinn sem var á skýrslu hjá HF Karlskrona að þessu sinni. Hann skoraði ekki. Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH var ekki skráður með varið skot fyrir Karlskrona. Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson virðast hafa verið fjarri góðu gamni.

Karlskrona er á sömu miðum í deildinni og Amo, með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði ekki mark fyrir IFK Kristianstad sem er í öðru sæti með sjö stig eftir fimm leiki. Hann virðist bara hafa átt eitt markskot sem skilaði boltanum ekki í marknetið.

Annað tapið í röð

Svíþjóðarmeistarar IF Sävehof töpuðu öðrum leiknum í röð í kvöld þegar þeir sóttu Hallby heim. Lokatölur, 28:24. Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk fyrir Sävehof sem er í þriðja sæti ásamt Skövde með sex stig þegar fimm leikir eru að baki.

Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleiksdeildum er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -