- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveimur færri tókst HK að halda öðru stiginu

Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði 12 mörk fyrir Hauka í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum færri síðustu 20 sekúndur leiksins við Hauka þá tókst HK-ingum að vinna annað stigið á Ásvöllum í kvöld, stig sem þeir höfðu unnið fyrir með góðum endaspretti. Lokatölur 29:29. Haukar, sem hafa unnið sér inn eitt stig í síðustu þremur leikjum, voru marki yfir í hálfleik, 14:13.

Haukar eru þar með í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki en HK í níunda sæti með þrjú stig.

Haukar voru með frumkvæðið lengst af síðari hálfleiks þótt aldrei væri munurinn meiri en tvö mörk. HK-ingar skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 26:25, þegar fimm mínútur voru eftir af leiktímanum. Haukar svöruðu með tveimur mörkum en hélst ekki á forskotinu á spennandi lokamínútum.

Skarphéðinn Ívar Einarsson jafnaði metin fyrir Hauka, 29:29, með 12. marki sínu 53 sekúndum fyrir leikslok. Hirti Inga Halldórssyni, leikmanni HK, var vikið af leikvelli fyrir brot á Skarphéðni sem átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka.

HK hóf sókn í kjölfarið en kom ekki góðu skoti á markið. Haukar sneru vörn í sókn en áður að henni kom var Styrmi Mána Arnarssyni, leikmanni HK, vísað af leikvelli vegna rangrar skiptingar.

Ekki blés byrlega fyrir HK að verjast tveimur færri í síðustu sókn Hauka. Það tókst og Hauka misstu boltann. HK sneri vörn í sókn en tapaði boltanum. Þar við sat þrátt fyrir rekistefnu um hvort HK-ingar hafi gerst brotlegir við leikreglurnar er þeir luku síðustu sókn sinnni á síðustu sekúndu leiksins.

Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 12, Össur Haraldsson 5, Birkir Snær Steinsson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Andri Fannar Elísson 2/1, Freyr Aronsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 6/1, 30% – Aron Rafn Eðvarðsson 5, 25%.

Mörk HK: Ágúst Guðmundsson 6, Sigurður Jefferson Guarino 5, Leó Snær Pétursson 5/2, Júlíus Flosason 5, Haukur Ingi Hauksson 3, Kári Tómas Hauksson 2, Styrmir Máni Arnarsson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Tómas Sigurðarson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 10, 25,6%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Olísdeildir – frétttir og frásagnir.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -