- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti sigur KA er staðreynd – Grótta upp í annað sæti

Dagur Árni Heimisson skoraði 12 mörk KA gegn HK. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Eftir tap í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins þá tókst KA-mönnum loksins að vinna leik í kvöld þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum, lokatölur, 28:24. KA var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11, og hafði frumkvæðið frá byrjun til enda. Sigurinn var sannarlega verðskuldaður þegar upp var staðið. Um leið er vafalaust þungu fargi létt af KA-mönnum sem hafa sín tvö stig eins og Fjölnir sem á leik við Stjörnuna a morgun. ÍR og HK er einu stigi ofar í töflunni.

Sjá einnig: Sigur sem vonandi ýtir okkur af stað

Vorum í basli með sóknaleikinn allan tímann

Leikmenn KA stigu sigurdans í KA-heimilinu í kvöld í fyrsta sinn á keppnistímabilinu. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Voru sterkari í lokin

Grótta heldur áfram að vinna leiki sína í Olísdeildinni. Grótta vann ÍBV í kvöld, 32:30, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið marki yfir hálfleik, 18:17. Grótta er þar með komin upp í efsta hluta deildarinnar með átta stig eins og FH en stendur betur að vígi með leik til góða. Haukar eru í þriðja sæti með sjö stig eins og Afturelding.

Leikurinn í Hertzhöllinni var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Undir lokin náði Grótta þriggja marka forskoti sem ÍBV lánaðst ekki að vinna upp nema að takmörkuðu leyti á síðustu mínútunum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


KA – ÍR 28:24 (14:11).
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 7, Ott Varik 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4/2, Einar Birgir Stefánsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3/1, Arnór Ísak Haddsson 1, Logi Gautason 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 7/1, 29,2% – Bruno Bernat 5/1, 41,7%.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 8/5, Bjarki Steinn Þórisson 4, Jökull Blöndal Björnsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Bernard Kristján Darkoh 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15/2, 35,7% – Arnór Freyr Stefánsson 0.

Tölfræði HBStatz.

Grótta 32:30 (18:17).
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 10/3, Jakob Ingi Stefánsson 5, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Atli Steinn Arnarson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Sæþór Atlason 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Hannes Grimm 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 21/1, 41,2% – Hannes Pétur Hauksson 0.
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 5, Daniel Esteves Vieira 5, Gauti Gunnarsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3/2, Kári Kristján Kristjánsson 3, Marino Gabrieri 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Dagur Arnarsson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Róbert Sigurðarson 1, Andrés Marel Sigurðsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, 16,2%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -