- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórtán marka sigur – Valur stendur vel að vígi

Hildigunnur Einarsdóttir á auðum sjó. Hún skoraði fimm mörk. Ljósmynd/Aðsend
- Auglýsing -


Íslands- og bikarmeistarar Vals standa afar vel að vígi eftir 14 marka sigur á Zalgiris Kaunas, 31:17, í fyrri viðureign liðanna í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Kaunas í Litáen í dag. Síðari viðureign liðanna verður einnig leikinn ytra og hefst klukkan 14 á morgun.

Valur var með átta marka forskot eftir fyrri hálfleik, 14:8. Liðið réði lögum og lofum allan leiktímann. Framan af gekk illa að skora og einungis voru gerð fimm mörk á fyrstu 11 mínútunum. Valsliðið skoraði þrjú þeirra.

Jafnt og þétt þá herti Valsliðið tök sín á leiknum og jók um leið forskotið þótt vissulega hafi nýting góðra marktækifæri á tíðum verið ábótavant.

Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 8, Ásthildur Þórhallsdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 2, Arna Karítas Eiríkisdóttir 2, Sara Lind Fróðadóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Lovísa Thompson 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8, 33,3%.

Leiknum var streymt:

Streymi: Zaslgiris Kaunas – Valur klukkan 14

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -