- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum vel stemmdar þegar á hólminn var komið

Kátir leikmenn og stuðningsmenn Hauka eftir sigurinn í Eupen í dag. Ljósmynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -


„Við vissum svo sem ekki mikið um liðið fyrirfram en engu að síður þá áttum við von á meiri mótspyrnu en raun varð á,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is eftir stórsigur Hauka á KTSV Eupen, 38:16, í fyrri viðureign liðanna í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna í Eupen í Belgíu í dag.

„Ég hafði séð einn leik með belgíska liðinu frá síðasta tímabili og vissi að breytingar höfðu orðið á hópnum síðan þá. Þegar á hólminn var komið var okkar hópur vel stemmdur og fór á fullt í leikinn. Þetta er skemmtilegt verkefni sem höfum gaman af að taka þátt í. Allir leikmenn lögðu sitt í púkkið og niðurstaðan þar af leiðandi mjög góð,“ sagði Díana ennfremur en 12 af 14 útileikmönnum Hauka skoruðu í viðureigninni í dag.

Góðar móttökur

Díana sagði afar vel að leiknum staðið af hálfu belgíska liðsins og móttökurnar eins og best verður á kosið. Þa ðvar fjölmennur hópur Haukafólks á leiknum sem lét vel í sér heyra.

„Rauði liturinn var áberandi í stúkunni í dag sem var gaman að sjá. Við erum mjög ánægð eftir daginn og stefnum á að klára leikinn á morgun af fullum krafti,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka þegar handbolti.is sló á þráðinn til Belgíu í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -