ÍBV vann Stjörnuna í hörkuskemmtilegum leik í Olísdeild kvenna í Hekluhöllinni í kvöld, 25:22, en um var að ræða síðustu viðureignina í 4. umferð. ÍBV skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Liðið hefur nú fimm stig í fjórða sæti deildarinnar.
Stjarnan er áfram með tvö stig en batamerki eru á leik liðsins og breiddin að aukast með komu Tinnu Sigurrósar Traustadóttir. Hún missti af fyrstu leikjum liðsins vegna meiðsla.
Fyrri hálfleikur var jafn og liðin skiptust á um að vera einu til tveimur mörkum yfir. ÍBV byrjaði síðari hálfleik af krafti og náðu sex marka forskoti, 20:14, eftir að hafa verið yfir, 14:12. þegar gengið var til búningsherbergja að lokinni 30 mínútna viðureign.
Stjörnuliðið bugaðist ekki þótt staðan væri erfið. Það blés til sóknar en þó með varnarleikinn í öndvegi. ÍBV skoraði aðeins fimm mörk síðustu 20 mínúturnar, þar af tvö mörk á síðustu 90 sekúndunum.
Embla Steindórsdóttir, Stjörnunni, minnkað muninn í eitt mark, 23:22, þegar um hálf þriðja mínúta var til leiksloka. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 24. mark ÍBV mínútu síðar. Næstu sókn Stjörnunnar lauk ekki með marki. Vörn ÍBV varði skot Emblu og ÍBV tókst að innsigla sigurinn með marki Birnu Maríu Unnarsdóttur hálfri mínútu fyrir leikslok.
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 9/3, Anna Karen Hansdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2/1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7/1, 33,3%.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 8/2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Britney Cots 3, Birna María Unnarsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Herdís Eiríksdóttir 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Yllka Shatri 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 9, 29%.
Tölfræði HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.