- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Misstu vænlega stöðu niður í jafntefli í Pelister – Íslendingar töpuðu í París en unnu í Zagreb

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting gegn Füchse Berlín í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Eftir þrjá sigurleiki í upphafi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla þá töpuðu Orri Freyr Þorkelsson og liðsmenn Sporting í fyrsta sinn stigi í kvöld þegar þeir gerðu jafntefli við Eurofarm Pelister í Norður Makedóníu, 24:24, í fjórðu umferð A-riðils. Leikmenn Eurofarm Pelister skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins á síðustu 90 sekúndunum og öngluðu í annað stigið.

Ef til vill má segja að sanngjarnt hafi verið að Pelister náði í annað stigið. Liðið var með yfirhöndina í leiknum lengst af. Portúgölsku meistararnir náðu góðum kafla og skoruðu á honum fimm mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 21:19 Pelister í hag í 24:21 sér í hag. Kálið var ekki sopið. Heimamenn hrifsuðu ausuna til sín á lokakaflanum og supu úr henni annað stigið.

Orri Freyr skoraði þrjú mörk fyrir Sporting. Jan Gurri Aregay, Salvador Salvador og Martim Costa skoruðu fimm mörk hver. Bogdan Radivojevic, Filip Kuzmanovski og Zarko Peshevski skoruðu fimm mörk hver fyrir Pelister sem hefur eitt stig eftir fjóra leiki. Sporting er með sjö stig.

Arnór Viðarsson freistar þess að skora beint út aukakasti eftir að leiktíminn í fyrri hálfleik var á enda í leik með Fredericia gegn PSG í París í kvöld. Ljósmynd/EPA

Hetjuleg barátta nægði ekki

Í A-riðli mættust einnig í kvöld franska meistaraliðið PSG og danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK í París. PSG vann með átta marka mun, 38:30, eftir hetjulega baráttu leikmanna Fredericia. Þeir gáfu franska stórliðinu lítið eftir lengst af og segja má leikmenn PSG hafi ekki gert út um leikinn fyrr en á síðustu 10 mínútunum. Á kafla í fyrri hálfleik var staðan jöfn og eftir 30 mínútur var stóðu leikar, 18:15.

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK en Einar Þorsteinn Ólafsson ekkert. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari var að vanda við stjórnvölin frá hliðarlínunni.

Martin Bisgaard var markahæstur hjá Fredericia með sjö mörk. Elhim Prandi skoraði níu mörk fyrir PSG og pólski línumaðurinn Kamil Syprzak var næstur með átta mörk.

PSG er með sex stig eftir fjóra leiki í A-riðli. Fredericia er stigalaust.

Sigur hjá Janusi Daða

Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu eina leikinn sem fram fór fram í B-riðli Meistaradeildar í kvöld. Þeir mættu til leiks í Zagreb og lögðu RK Zagreb með fimm marka mun, 35:30. Janus Daði skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar.

Mario Sostaric skoraði 10 mörk fyrir lið Pick Szeged sem hefur sex stig að loknum fjórum leikjum. Bence Banhidi skoraði fimm mörk.

Ihar Bialiauski skoraði níu mörk fyrir RK Zagreb.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -