- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö víti fóru forgörðum – Víkingur áfram taplaus

Halldór Ingi Jónasson var markahæstur Víkinga gegn Val2 í gær. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Víkingur er einn áfram ósigraður í Grill 66-deild karla í handknattleik þegar liðið hefur leikið þrisvar sinnum. Fram2, mest ungmenni, hefur einnig sex stig en hefur lokið einni viðureign fleira. Bæði lið unnu viðureignir sínar í gær þegar þrjár viðureignir í fjórðu umferð fóru fram.

Handknattleiksbandalag ÍBV vann Hauka2 í Vestmannaeyjum, 43:40, í viðureign þar sem varnarleikurinn sat á hakanum.

Átta marka sigur

Dyggur lesandi handbolta.is sem var á leik Víkings og Vals2 sagði sjö vítaköst hafi farið forgörðum hjá leikmönnum Vals2 í gær þegar þeir máttu játa sig sigraða fyrir Víkingum í Safamýri, 29:21. Sagðist lesandinn vart mun annað eins á langri ævi.

Halldór Ingi Jónasson var markahæstur Víkinga með átta mörk. Gunnar Róbertsson skoraði einnig átta mörk fyrir Val2.

Sneru við taflinu

Leikmenn Fram2 voru þremur mörkum undir gegn HK2 í Lambhagahöllinni en sneru við taflinu í síðari hálfleik og unnu með þriggja marka mun, 34:31. Leikmenn Fram2 virðast hafa jafnað sig eftir naumt tap fyrir Þór á heimavelli um síðustu helgi.

Næsti leikur á Akureyri

Fjórðu umferð Grill 66-deildar karla lýkur annað kvöld þegar Þór og Selfoss leiða saman kappa sína í Höllinni á Akureyri klukkan 19.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Víkingur – Valur2 29:21 (15:9).
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 8, Kristófer Snær Þorgeirsson 5, Kristján Helgi Tómasson 5, Ásgeir Snær Vignisson 4, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Egill Már Hjartarson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 9, Daníel Andri Valtýsson 6.
Mörk Vals2: Gunnar Róbertsson 8, Daníel Örn Guðmundsson 3, Knútur Gauti Kruger 3, Atli Hrafn Bernburg 2, Bjarki Snorrason 2, Daníel Montoro 1, Loftur Ásmundsson 1, Matthías Ingi Magnússon 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 6, Hilmar Már Ingason 2.

HBH – Haukar2 43:40 (22:18).
Mörk HBH: Andri Erlingsson 12, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Kristófer Ísak Bárðarson 5, Jason Stefánsson 5, Hinrik Hugi Heiðarsson 4, Kristján Ingi Kjartansson 3, Adam Smári Sigfússon 3, Egill Oddgeir Stefánsson 3, Andri Magnússon 2, Breki Þór Óðinsson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 11, Helgi Þór Adolfsson 3.
Mörk Hauka2: Sigurður Snær Sigurjónsson 15, Jón Karl Einarsson 8, Helgi Marinó Kristófersson 4, Ísak Óli Eggertsson 4, Ásgeir Bragi Þórðarson 3, Arnór Róbertsson 2, Sigurður Bjarmi Árnason 2, Daníel Máni Sigurgeirsson 1, Gústaf Logi Gunnarsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 4, Jákup Müller 1.

Fram2 – HK2 34:31 (14:17).
Mörk Fram2: Arnþór Sævarsson 11, Theodór Sigurðsson 6, Marel Baldvinsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Sigurður Bjarki Jónsson 4, Max Emil Stenlund 3, Benjamín Björnsson 2.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 13.
Mörk HK2: Ágúst Guðmundsson 8, Kristófer Stefánsson 8, Ingibert Snær Erlingsson 5, Styrmir Hugi Sigurðarson 3, Jose Pedro Barcelos 2, Patrekur Guðni Þorbergsson 1, Felix Már Kjartansson 1, Mikael Máni Jónsson 1, Elmar Franz Ólafsson 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 11.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -