- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndaveisla: FH – Gummersbach

Gluggatjöldin voru dregin frá í Kaplakrika í gærkvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Einn af stærri og glæsilegri handknattleiksviðburðum sem fram hefur farið hér á landi í seinni tíð var haldinn í Kaplakrika þegar FH og Valur lögðust á árar og buðu upp á sameiginlegt Evrópukvöld í handknattleik. Um leið var haldið upp á 95 ára afmælis Fimleikafélags Hafnarfjarðar sem stofnað var 15. október 1929.

Bæði liðin eru í eldlínunni í Evrópudeild karla í handknattleik. Valur í annað sinn en FH í fyrsta skipti. Valur mætti Porto frá Portúgal F-riðli og gerði jafntefli 27:27 eftir frábæran síðari hálfleik en FH tapaði illa fyrir Gummersbach, 40:21.

Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu. Þriðji Íslendingurinn hjá félaginu, Teitur Örn Einarsson var á meðal áhorfenda. Teitur Örn er meiddur.

Uppselt

Uppselt var á viðburðinn í Kaplakrika, 2.000 aðgöngumiðar seldust. Rífandi góð stemning var og kvöldið báðum félögum til mikils sóma.

Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari og ritstjóri fotbolti.net myndaði báða leiki fyrir handbolta.is. Hér fyrir neðan er nokkrar myndir hans frá viðureign FH og Gummersbach.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -