Austur-evrópsku fréttavefirnir handball-planet og Balkan handball, fullyrða í kvöld að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður FH, gangi til liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém á næstu dögum.
Uppfært: Samkvæmt heimildum handbolta.is liggur samningur fyrir á milli Aron og Veszprém sem gildir fram á mitt árið 2026, eða í hálft annað ár.
Veszprém ætli að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér Meistaratitilinn í handknattleik. Aron hafi svarað kalli Xavi Pascual fyrrverandi þjálfara síns hjá Barcelona sem tók við þjálfun Veszprém í sumar og hefur það eitt verkefni að stýra liðinu til sigurs í Meistaradeildinni.
Aron lék með Veszprém frá 2015 til 2017 að hann fluttist til Barcelona. Hann lék með Veszprém til úrslita í Meistaradeildinni vorið 2016 en tapaði í sögulegum úrslitaleik fyrir Kielce frá Póllandi.
Handbolti.is hefur reynt að fá upplýsingar um hvort flugufótur sé fyrir frétt handball-planet og Balkan handball en ekki tekist enn sem komið er.
Aron gekk til liðs við FH sumarið 2023 en hefur ekkert tekið þátt í síðustu leikjum vegna meiðsla.
Bjarki Már Elísson er leikmaður Vezprém sem hefur orðið ungverskur meistari tvö síðustu ár.