- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen á toppnum – mætir Val á þriðjudag – stórsigur hjá Daníel Þór

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

MT Melsungen, með þá Arnar Frey Arnarsson og Elvar Örn Jónsson innan sinna raða, settist í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld í framhaldi af sigri á Füchse Berlin á heimavelli, 33:31. Melsungenliðið er þar með heldur óárennilegur andstæðingur um þessar mundir með sex sigra af sjö mögulegum í þýsku 1. deildinni en liðið fær Val í heimsókn til Kassel á þriðjudagskvöld í þriðju umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Elvar Örn lék við hvern sinn fingur

Elvar Örn átti stórleik í sigrinum á Füchse Berlin. Hann skoraði sex mörk og gaf tvær stoðsendingar. Arnar Freyr skoraði ekki mark í leiknum. David Mandic var markahæstur með sjö mörk og lettneska heljarmennið, Dainis Kristopans, skoraði sex mörk, eins og Elvar Örn, og gaf sex stoðsendingar.

Daninn Mathias Gidsel missti af öðrum leiknum í röð með Füchse vegna veikina. Mijajlo Marsenic var markahæstur með sjö mörk.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni í karlaflokki og í fleiri deildum er að finna hér.

Balingen í annað sæti

Daníel Þór Ingason og félagar í HBW Balingen-Weilstetten tóku leikmenn VfL Lübeck-Schwartau í kennslustund í 2. deild þýska handknattleiksins, 37:25. Leikið var á heimavelli VfL Lübeck-Schwartau. Daníel Þór kom ekki mikið við sögu í sókninni en lét fyrir sér finna í vörninni. Var honum einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

HBW Balingen-Weilstetten er komið upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki eins og Ferndorf. Bergischer er efst með 11 stig.

Stöðuna í þýsku 2. deildinni í karlaflokki og í fleiri deildum er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -