- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar mæta fjölþjóðlegu finnsku liði HC Cocks í 119. Evrópuleik félagsins

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfar og Maksim Akbachev aðstoðarþjálfari Hauka . Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Haukar taka móti finnska liðinu HC Cocks á Ásvöllum klukkan 18 í kvöld. Um verður að ræða fyrri viðureign liðanna í 64-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattelik karla. Þetta verður 119. leikur karlaliðs Hauka í Evrópukeppni félagsliða. Sá fyrsti var 18. okótber 1980 gegn færeyska liðinu Kyndli.

HC Cocks, sem er í öðru sæti finnsku deildarinnar um þessar mundir, teflir fram mjög alþjóðlegu liði.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Handknattleikssambands eru leikmenn HC Cocks frá níu þjóðlöndum, af þeim eru níu Finnar í 19 manna hópi. Auk þess er þjálfarinn, Bojan Zupanjac, frá Serbíu. Aðrir leikmenn eru frá Ungverjalandi, Rússlandi, Belarus, Serbíu, Rúmeníu, Bosníu, Portúgal og Svíþjóð.

HC Cocks, sem er með bækistöðvar í bænum Riihimäki, nærri 70 km norður af höfuðborginni Helsinki, hefur á undanförnum 15 árum verið með eitt öflugasta lið Finnlands í handknattleik og m.a. orðið finnskur meistari í 12 skipti frá árinu 2007, síðast árið 2021. Á allra síðustu árum hefur BK-46 unnið meistaratitilinn. Silfur og bronsverðlaun hafa síðan komið í hlut leikmanna HC Cocks.

Össur Haraldsson verður væntanlega klár í slaginn með Haukum í kvöld gegn HC Cocks. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson


HC Cocks hefur 11 sinnum orðið finnskur bikarmeistari, síðast 2023.

Morkunas lék með Cocks

Fyrrverandi markvörður Hauka frá 2012 til 2017, Giedrius Morkunas, var með HC Cocks frá 2017 þegar hann fór frá Haukum og fram til ársins 2021. Morkunas gekk þá til liðs við VHC Sviesa í Litáen hvar hann er ennþá.

Íslandsvinur og meistaradeildin

Gintaras Savukynas fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, ÍBV og Gróttu, var þjálfari HC Cocks frá 2016 til 2020. Á þeim árum tók HC Coks þátt í riðlakeppni Evrópudeildar fjögur ár í röð.

HC Cocks var þátttakandi í riðlakeppni Evrópudeildar 2021/2022 og aftur 2022/2023. Á síðasta tímabili féll HC Cocks úr leik í 2. umferð, 32-liða úrslitum, Evrópubikarkeppninnar fyrir BSV Bern frá Sviss, samanlagt 65:55, í tveimur leikjum. Sé leikmannalisti HC Cocks í dag borinn saman við núverandi hóp hafa orðið nokkrar breytingar. Þjálfarinn er sá sami og á síðasta ári, Bojan Zupanjac, sem áður er getið.

Síðari viðureign Hauka og HC Cocks fer fram í Riihimäki í Finnlandi næsta laugardag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -