- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn þagga áfram niður í efasemdarröddum – HK er ekki lengur neðst – Afturelding er ein efst

Gunnar Steinn Jónsson og leikmenn hans í Fjölni eru áfram sýnd veiði en ekki gefin. Ljósmynd/Þorgils G - Fjölnir
- Auglýsing -


Leikmenn Fjölnis halda áfram að þagga niður í efasemdarmönnum um tilverurétt þeirra í Olísdeild karla handknattleik. Þeir lögðu Gróttu á heimavelli í kvöld, 31:28, á nokkuð sannfærandi hátt og hafa þar með unnið þrjá leiki af átta fram til þessa í deildinni. Fjölnir situr í níunda sæti og er aðeins stigi á eftir Stjörnunni og ÍBV. ÍBV á reyndar inni eina viðureign sem fram fer á laugardaginn.

HK vann í Kórnum

Á sama tíma og Fjölnir lagði Gróttu þá færðist HK upp úr neðsta sæti deildarinnar. HK vann öruggan sigur á ÍR, 37:31, í Kórnum. HK-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en gekk illa að halda ÍR í öruggri fjarlægð. Það tókst í síðari hálfleik. Strax eftir ríflega sex mínútna leik var HK komið með sex marka forskot, 24:18, en einu marki munaði í hálfleik, 18:17. HK-ingar létu kné fylgja kviði og hleyptu ÍR-ingum aldrei nærri sér og unnu öruggan og langþráðan sigur.

Fjórði sigurinn í röð

Afturelding situr ein í efsta sæti með 13 stig eftir átta leiki. Liðið er tveimur stigum á undan FH. Afturelding vann Stjörnuna með sjö marka mun, 36:29, í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld. Þetta var fjórði sigur Mosfellinga og sá sjötti í síðustu sjö viðureignum. Sá sjötti var aldrei í hættu þegar kom fram síðari hálfleik. Ekki stóð steinn yfir steini í varnarleik Stjörnunnar 22 mörk á 30 mínútum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins

Fjölnir – Grótta 31:28 (15:14).
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 8/2, Gísli Rúnar Jóhannsson 5, Haraldur Björn Hjörleifsson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 4, Victor Máni Matthíasson 3, Viktor Berg Grétarsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 8, 24,2% – Sigurður Ingiberg Ólafsson 5, 62,5%.
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 8/3, Kári Kvaran 5, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Sæþór Atlason 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 9, 25% – Hannes Pétur Hauksson 3, 42,9%.

Tölfræði HBStatz.

HK – ÍR 37:31 (18:17).
Mörk HK: Andri Þór Helgason 7/3, Sigurður Jefferson Guarino 7, Leó Snær Pétursson 6, Kári Tómas Hauksson 4, Haukur Ingi Hauksson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Ágúst Guðmundsson 2.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 5/1, 21,7% – Jovan Kukobat 3, 20%.
Mörk ÍR: Bernard Kristján Darkoh 11, Baldur Fritz Bjarnason 9/1, Bjarki Steinn Þórisson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Jökull Blöndal Björnsson 1, Viktor Freyr Viðarsson 1, Eyþór Ari Waage 1, Róbert Snær Örvarsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Bergþór Róbertsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 5, 19,2% – Alexander Ásgrímsson 5, 23,8%.

Tölfræði HBStatz.

Stjarnan – Afturelding 29:36 (13:14).
Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 10/4, Ísak Logi Einarsson 5, Jóel Bernburg 3, Sigurður Jónsson 3, Jóhannes Bjørgvin 2, Starri Friðriksson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 6/1, 17,6%. – Sigurður Dan Óskarsson 0.
Mörk Aftureldingar: Þorvaldur Tryggvason 7, Ihor Kopyshynskyi 7, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Hallur Arason 5, Birgir Steinn Jónsson 4, Blær Hinriksson 2, Daníel Bæring Grétarsson 2, Harri Halldórsson 2, Ævar Smári Gunnarsson 1, Aron Valur Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12, 30% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 0.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -