Karlalið Selfoss í handknattleik gerði sér lítið fyrir og vann Víkinga, 31:26, í Safamýri í gærkvöldi og skaust upp í þriðja sæti Grill 66-deildar. Viðureignin var sú fyrsta í sjöttu umferð. Selfyssingar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Þeir voru síðan beittari þegar á leið síðari hálfleik.
Þetta var annar tapleikur Víkings í röð í deildinni. Liðið er í fimmta sæti með sex stig eftir fimm leiki, hefur jafn mörg stig og Hörður sem aðeins hefur lagt að baki fjórar viðureignir. Harðarmenn sækja Þórsara heim í Höllina á Akureyri í dag.
Selfoss er með jafnmörg stig og Þór og Fram2 en hefur leikið einni viðureign fleira.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Víkings: Sigurður Páll Matthíasson 8, Ásgeir Snær Vignisson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 1, Kristján Helgi Tómasson 1, Kristófer Snær Þorgeirsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 9, Bjarki Garðarsson 2.
Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 7, Hannes Höskuldsson 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Sölvi Svavarsson 2, Alvaro Mallols Fernandez 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Hákon Garri Gestsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Jason Dagur Þórisson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1, Patrekur Þór Öfjörð 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 8, Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.