Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev hafa valið fjölmennan hóp pilta, 29, til æfinga undir merkjum 19 ára landsliðs karla í handknattleik frá 7. til 11. nóvember. Stór hluti hópsins skipaði 18 ára landsliðið sem náði þeim glæsilega árangri í sumar að hafna í fjórða sæti á Evrópumótinu sem fram fór í Podgorica í Svartfjallalandi í ágúst.
Fyrsta mótið í árslok
Næsta sumar tekur U19 ára landsliðið þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Egyptalandi 6. til 17. ágúst. Áður en að HM kemur á mikill sviti eftir að renna til sjávar. Meðal annars stendur fyrir dyrum að U19 ára landsliðið taki þátt í Sparkassen Cup mótinu í Þýskalandi sem haldið verður í 36. sinn dagana 27., 28. og 29. desember.
Auk landsliða Þýskalands og Íslands hafa landslið Slóveníu, Egyptalands, Hollands, Sviss og Serbíu boðað komu sína. Að vanda tekur úrvalslið sambandslandsins Saarlands þátt en mótið fer að vanda fram í Merzig í Saarlandi.
Markverðir:
Elías Sindri Pilman, Aarhus.
Hannes Pétur Hauksson, Grótta.
Jens Sigurðarson, Valur.
Sigurjón Bragi Atlason, Afturelding.
Aðrir leikmenn:
Andri Erlingsson, ÍBV.
Antoine Óskar Pantano, Grótta.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Baldur Fritz Bjarnson, ÍR.
Bernhard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Bessi Teitsson, Grótta.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Dagur Leó Fannarsson, Valur.
Daníel Bæring Grétarsson, Afturelding.
Daníel Montoro, Valur.
Egill Jónsson, Haukar.
Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV.
Garðar Ingi Sindrason, FH.
Harri Halldórsson, Afturelding.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Jason Stefánsson, ÍBV.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Jökull Blöndal Björnsson, ÍR.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Marel Baldvinsson, Fram.
Max Emil Stenlund, Fram.
Nathan Doku Helgi Asare, ÍR.
Stefán Magni Hjartarson, Afturelding.
Þormar Sigurðsson, Þór.
Ævar Smári Gunnarsson, Afturelding.
Sjá einnig: Einar og Halldór velja hóp – fyrstu skrefin fyrir HM 21 árs landsliða