Fimm konur sem voru í landsliðshópnum á heimsmeistaramótinu fyrir nærri ári eru ekki í hópnum sem var valinn í dag til þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi og hefst síðar í þessum mánuði. Fyrir bæði mót voru valdar 18 konur til þátttöku.
Sjá einnig: Þrjár voru með á EM 2010 og 2012
Þær sem voru með á HM en verða ekki með að þessu sinni eru: Hildigunnur Einarsdóttir, Val, Katla María Magnúsdóttir, Selfoss, Lilja Ágústsdóttir, Val, Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen og Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val.
Fimm sem koma inn í staðinn eru: Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda, Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukum, Steinunn Björnsdóttir, Fram.
Elín Klara var í keppnishópnum sem valinn var fyrir HM en meiddist rétt áður en haldið var til Noregs. Katla María var kölluð inn í stað Elínar Klöru.
Ísland leikur í F-riðli í Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur Íslands á EM verður föstudaginn 29. nóvember kl. 17 gegn hollenska landsliðinu. Tveimur dögum síðar leikur íslenska landsliðið við Úkraínu og aftur líða tveir dagar þegar röðin kemur að viðureign við þýska landsliðið. Tveir síðustu leikirnir hefjast klukkan 19.30.
Sjá einnig: Alltaf er erfitt að skilja einhverjar eftir
EM-hópur Íslands:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus United (63/4).
Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (2/3).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (56/74).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (16/45).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (23/59).
Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (19/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (4/10).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (21/9).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (52/110).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (117/244).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (51/72).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (94/96).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (82/178).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (140/405).
Sjá einnig: EM-hópurinn hefur verið opinberaður
- Handbolti.is verður vitanlega á EM, án ríkisaðstoðar, og fer utan með blaðamann og ljósmyndara sem fylgja landsliðinu eftir meðan það stendur í ströngu.
Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.
A-riðill – Debrecen: | B-riðill – Debrecen: |
Svíþjóð | Svartfjallaland |
Ungverjaland | Rúmenía |
N-Makedónía | Serbía |
Tyrkland | Tékkland |
C-riðill – Basel: | D-riðill – Basel: |
Frakkland | Danmörk |
Spánn | Sviss |
Pólland | Króatía |
Portúgal | Færeyjar |
E-riðill – Innsbruck: | F-riðill – Innsbruck: |
Noregur | Holland |
Austurríki | Þýskaland |
Slóvenía | Ísland |
Slóvakía | Úkraína |
- Riðlakeppnin verður leikin í Debrecen í Ungverjalandi, Basel í Sviss og Innsbruck í Austurríki.
- Tvö lið halda áfram úr hverjum riðli yfir milliriðla. Tvö neðstu liðin falla úr leik.
- Milliriðlar verða leiknir í Debrecen og Vínarborg.
- Færeyjar og Tyrkland taka í fyrsta sinn þátt
- Úrslitahelgi EM fer fram í Vínarborg.
A-landsliðs kvenna – fréttasíða.