- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar kunni vel við sig á fjölum íþróttahallarinnar í Eyjum

Rúnar Kárasonog skoraði 10 mörk í 12 skotum í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Rúnar Kárason kunni vel við sig á gamla heimavellinum á fjölum íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar hann skoraði 10 mörk í 12 skotum fyrir Fram gegn fyrrverandi liði sínu, ÍBV, í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Fór svo að Rúnar leiddi Fram til sigurs í leiknum, 36:29, eftir að hafa verið marki yfir, 17:16, þegar fyrri 30 mínútur viðureignarinnar voru horfnar í aldanna skaut.

Fram fór upp að hlið FH og Aftureldingar með sigrinum, hvað fjölda stiga varðar, en Aftureldingarmenn og FH eiga leik til góða.

ÍBV var sterkara framan af fyrri hálfleik í leiknum. Þegar á hálfleikinn leið jafnaðist leikurinn til muna. Í síðari hálfleik tóku Framarar með Rúnar, Reynir Þór Stefánsson og Arnór Mána Daðason markvörð í broddi fylkingar, öll völd á leikvellinum. Fengu Eyjamenn aldrei slíku vant ekki rönd við reist.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 6/3, Dagur Arnarsson 4/1, Gauti Gunnarsson 4, Daniel Esteves Vieira 3, Kristófer Ísak Bárðarson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Adam Smári Sigfússon 2, Elís Þór Aðalsteinsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Andri Erlingsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 8, 32% – Petar Jokanovic 3, 14,3%.
Mörk Fram: Rúnar Kárason 10, Reynir Þór Stefánsson 7, Dagur Fannar Möller 5, Ívar Logi Styrmisson 5, Arnar Snær Magnússon 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Marel Baldvinsson 1, Max Emil Stenlund 1, Eiður Rafn Valsson 1, Erlendur Guðmundsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 14/2, 35%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -