- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

22 marka sigur KA/Þórs – 14 leikmenn skoruðu

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs ræðir við leikmenn sína. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Efsta lið Grill 66-deildar kvenna, KA/Þór, treysti stöðu sína á toppnum með stórsigri á Fjölni í KA-heimilinu í fyrsta leik 8. umferðar í kvöld, 37:15. KA/Þór fer þar með taplaust í kappleikjafrí sem stendur yfir fram á næsta ár. Liðið hefur 15 stig, sjö sigurleikir og eitt jafntefli. HK og Afturelding eru sem stendur fjórum stigum á eftir en eiga sinn leikinn hvort til góða.


Staða Fjölnis í næst neðsta sæti er óbreytt, liðið er næst neðst með tvö stig úr átta leikjum.

Eins og úrslitin gefa til kynna þá var mikill munur á liðunum tveimur sem áttust við í KA-heimilinu. KA/Þór skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik gegn sjö Fjölnis-mörkum.

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs nýtti tækifærið að þessu sinni og gaf öllum leikmönnum tækifæri á að láta ljós sitt skína. Fyrir vikið skoruðu allir leikmenn KA/Þórs mark að markvörðunum undanskilldum.

Síðustu þrír leikir Grill 66-deildar kvenna fyrir frí sem stendur fram yfir áramót fara fram annað kvöld og á laugardaginn.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk KA/Þórs: Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Susanne Denise Pettersen 5, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4/1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Agnes Vala Tryggvadóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Selma Sól Ómarsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Tanja Dögg Baldursdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 12/1, 63,2% – Sif Hallgrímsdóttir 9, 52,9%.

Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 7/5, Eyrún Ósk Hjartardóttir 5, Telma Sól Bogadóttir 2, Azra Cosic 1.
Varin skot: Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 0.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -