- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar komust áfram í 16-liða úrslit í Evrópubikarnum

Haukar leika við HC Galychanka Lviv i 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Ljósmynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -


Haukar eru komnir í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt HC Dalmatinka Ploce öðru sinni á tveimur dögum í kvöld, 17:16, í Ploce í Króatíu. Haukar unnu einnig fyrri viðureignina í gær með eins marks mun, 24:23, og fara þar með áfram samanlagt, 41:39.


Þar með verða tvö íslensk félagslið í skálunum sem dregið verður úr í 16-liða úrslit keppninnar á þriðjudaginn. Valur tryggði sér keppnisrétt í gær með sigri á Kristianstad HK.

Viðureignin í dag var hnífjöfn og æsilega spennandi, ekki síst í síðari hálfleik. HC Dalmatinka Ploce var marki yfir í hálfleik, 10:9. Ragnheiður Ragnarsdóttir kom Haukum yfir, 14:13, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Eftir það voru Haukar á undan að skora. Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði sigurmark Hauka hálfri mínútu fyrir leikslok. Þar með þurfti heimaliðið að skora tvö mörk til þess að kreista út framlengingu. Það tókst liðinu ekki og Haukar fögnuðu ákaft sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar.

Mörk Hauka: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Sara Odden 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 6, 50% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 18%.

Evrópubikarkeppni kvenna, fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -