- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norska landsliðið missti unninn leik niður í jafntefli

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs á hliðarlínunni í Randers í gærkvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Elma Halilcevic tryggði Dönum jafntefli gegn Ólympíu- og Evrópumeisturum Noregs í fyrstu umferð fjögurra þjóða æfingamóts í handknattleik kvenna í Randers í gærkvöldi, 27:27. Halilcevic, sem verður ekki keppnishópi Dana sem fer á EM í næstu viku, skoraði jöfnunarmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Áður hafði norska landsliðið tapað boltanum í síðustu sókn sinni og þar með möguleikanum á gulltryggja sér sigurinn.


Á sama móti vann hollenska landsliðið það rúmenska, 41:25. Næstu leikir mótsins fara fram á morgun, laugardag, þegar Noregur og Holland mætast og Danir og Rúmenar.

Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, var lengst af með yfirhöndina í viðureigninni. M.a. var þriggja marka munur, 15:12, í hálfleik og 20:14 snemma í síðari hálfleik.

Henny Reistad freistar þess að senda boltann á Kari Brattset Dale á línunni í leik Danmerkur og Noregs í gær. Ljósmynd/EPA

Breytt norskt landslið

Miklar breytingar hafa orðið á norska landsliðinu frá því að það varð Ólympíumeistari í sumar. Stine Oftedal er hætt auk þess sem Nora Mørk og Veronica Kristiansen eru í fæðingaorlofi. Þar á ofan tekur Katrine Lunde markvörður ekki þátt í mótinu í Danmörku. Hún kemur til móts við landsliðið eftir helgina.

Silje Solberg-Østhassel var í norska markinu í 45 mínútur áður en Eli Raasok leysti hana af síðasta stundarfjórðunginn.

Kari Brattset Dale var markahæst í norska landsliðinu með sjö mörk. Henny Reistad var næst með fimm mörk. Andrea Hansen skoraði níu mörk fyrir danska landsliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -