„Við byrjuðum illa. Fyrstu tíu mínúturnar voru erfiðar. Síðan náðum við keyra almennilega vörn á þær. Eftir það var þetta ágætur leikur,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við HSÍ eftir fyrri vináttuleikinn við Sviss í Basel í gær. Elín Klara var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk.
Íslenska liðið tapað naumlega, 30:29, en jöfnunarmark Theu Imani Sturludóttur kom augnabliki of seint.
„Um leið og varnarleikurinn batnaði fengum við hraðaupphlaupa. Í sóknarleiknum náðum við losa boltann betur. Þá náðum við opna vörnina betur,“ segir Elín Klara ennfremur um þann kafla þegar íslenska liðið vann upp sex marka forskot svissneska liðsins og náði að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Síðari vináttuleikur Sviss og Íslands fer fram í Schaffhausen á morgun, sunnudag. EM hefst síðan á föstudaginn hjá íslenska landsliðinu með viðureign við hollenska landsliðið.
Lengra viðtal við Elínu Klöru er að finna hér fyrir neðan ásamt öðru viðtali við Arnar Pétursson landsliðsþjálfara eftir viðureignina í gærkvöld.