- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikmenn Magdeburg rönkuðu við sér – myndskeið

Leikmenn Magdeburg fagna sigrinum á Barcelona í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Eftir dapurt gengi síðustu vikur þá reif þýska meistaraliðið, SC Margdeburg, sig upp í kvöld og varð fyrsta liðið til þess að vinna Evrópumeistara Barcelona í Meistaradeildinni og það afar sannfærandi, 28:23, á heimavelli. Magdeburg lék afar vel að þessu sinni, ekki síst var varnarleikurinn góður auk þess sem Sergey Hernandez átti stórleik í markinu. Hann varði 18 skot, 45%. Munaði svo sannarlega um minna.


Magdeburg var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi til enda og hafði m.a. eins marks forystu þegar fyrri hálfleikur var á enda runninn, 14:13.

Íslendingarnir, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, létu talsvert til sín taka. Ómar Ingi skoraði átta mörk og gaf eina stoðsendingu. Hann var markahæstur. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar. Svissneski landsliðsmaðurinn Manuel Zehnder þótti leika afar vel. M.a skoraði hann sjö mörk.

Javier Rodrigues, Luis Frade og Melvyn Richardson skoruðu fjögur mörk hver fyrir Barcelona.

Sigurinn færði Magdeburg upp í 5. sæti B-riðils með sjö stig, einu stigi ofar en Industria Kielce.

Nantes vann RK Zagreb, 25:22, í Króatíu í kvöld.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -