- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Draumur hvers handboltamanns að taka þátt í EM

Elísa Elíasdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

0

„Ég er nokkuð yfirveguð yfir þessu en ótrúlega spennt á sama tíma,“ sagði Elísa Elíasdóttir landsliðskona handknattleik í samtali við handbolta.is í Innsbruck í hádeginu áður en hún fór inn á síðustu æfinguna fyrir upphafsleik Íslands á Evrópumótinu sem fram fer á morgun, gegn Hollandi í Ólympíuhöllinni í Innsbruck.


„Það hlýtur að vera draumur hvers handboltamanns að taka þátt í Evrópumóti og því er ég í skýjunum yfir að vera komin hingað og fá að taka þátt í mótinu,“ sagði Elísa sem leikur á línunni en er einnig öflug í vörninni.

Elísa er þrautreynd með afar öflugum hópi kvenna sem hefur leikið upp alla stiga yngri landsliðanna og náð frábærum árangri, m.a. varð U20 ára landslið Íslands í 7. sæti á HM í sumar. Ásamt Elísu voru Elín Klara Þorkelsdóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir í U20 en þær eru einnig í íslenska landsliðinu á EM fullorðinna að þessu sinni.

Mínir helstu stuðningsmenn

Elísa á von á foreldrum sínum, Ingibjörgu Jónsdóttur og Elíasi Árna Jónssyni til Innsbruck í dag. Eyjahjónin láta sig aldrei vanta á stórmót og ætla að hvetja íslenska kvennalandsliðið til dáða annað stórmótið í röð. „Mamma og pabbi fylgja með hvert sem ég fer. Þau koma til Innsbruck í dag. Þau eru mínir helstu stuðningsmenn,“ segir Elísa Elíasdóttir í samtali við handbolta.is.

Lengra viðtal við Elísu er í myndskeiði efst í þessari frétt.

Sjá einnig: EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -