Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaitė hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.
Ivanauskaitė er 23 ára skytta og spilaði síðast með Aftureldingu í Olísdeildinni 2019-2020, og skoraði 64 mörk í 14 leikjum. Hún var frá keppni á síðasta tímabili vegna meiðsla. Þar áður lék Ivanauskaitė í þýsku fyrstu deildinni með liði Neckarsulmer SU.
Stropus er þrítug rétthent skytta sem lék með Þór á Akureyri í vetur og skoraði 71 mark í 22 leikjum í Olísdeild karla. Hann þekkir vel til hér á Íslandi þar sem hann hefur einnig leikið með Aftureldingu, Víkingi og Akureyri handboltafélagi. Fyrst lék Stropus hér á landi keppnistímabilið 2015/2016 með Víkingi.
Ivanauskaitė og Stopus hafa leikið töluvert fyrir landslið Litáen og einnig með félagsliðinu Dragunas frá Klaipeda í heimalandinu, Litáen. Stropus lék m.a. með Dragunas þegar Selfoss mætti liðinu í Evrópukeppninni haustið 2018.
„Það er því ljóst að þau eru góð viðbót við meistaraflokkana okkar. Við bjóðum þau bæði tvö hjartanlega velkomin á Selfoss,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss.
- Dagur stýrði Króötum til öruggs sigurs á Slóvenum – öll úrslit vináttuleikja
- Grill 66 kvenna: 10 marka sigur Víkinga – Fjölnir önglaði í tvö stig
- Sandra á sigurbraut í Oldenburg
- Hefur engan áhuga á danska kvennalandsliðinu
- Hafsteinn Óli er á heimleið – verður í startholunum