- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Féll allur ketill í eld

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss. Mynd/Kadetten Schaffhausen
- Auglýsing -

Lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffahausen féll allur ketill í eld í kvöld þegar þeir mættu Pfadi Winterthur í þriðja sinn í einvíginu um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss. Þeir voru með vænlega stöðu eftir fyrri hálfleik en í þeim síðari má segja að allt hafi farið í skrúfuna, alltént þegar kom að sóknarleiknum.


Leikmenn Pfadi Winterthur unnu tvo fyrstu leikina og því var leikmönnum Kadetten nauðugur sá kostur að leggja allt í sölurnar í kvöld til þess að vinna og halda lífi í vonum sínum um meistaratitilinn. Kadetten var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13. Það dugði skammt því eins og fyrr segir féll þeim allur ketill í eld í þeim síðari. Sóknarleikurinn fór til verri vegar og Kadetten skoraði aðeins sex mörk meðan leikmenn Winterthur skoruðu tólf sinnum og fóru með sigur úr býtum, 25:23.


Pfadi Winterthur er þar með meistari í Sviss í handknattleik karla í fyrsta sinn frá árinu 2004 og tíunda skipti.


Aðalsteinn og félagar fá silfrið í deildinni en þeir unnu bikarkeppnina í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -