- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ég er bikaróður, dýrka þessar stundir“

Róbert Aron Hostert og félagar í Val fá FH í heimsókn á mánudaginn í bikarkeppninni. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

„Við vorum massívir og flottir frá byrjun úrslitakeppninnar. Við stefndum allir að sama markmiði,“ sagði Róbert Aron Hostert leikmaður Vals, í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að hann varð Íslandsmeistari í handknattleik með samherjum sínum og í fjórða skiptið á ferlinum með þremur liðum. Róbert varð fyrst Íslandsmeistari með Fram árið 2013, árið eftir með ÍBV og á ný 2018 áður en hann skipti yfir til Valsara þá um sumarið.

„Ég er bikaróður, dýrka þessar stundir,“ sagði Róbert Aron með sigurbros á vör en hann mun vera annar handknattleikskarlinn til þess að verða Íslandsmeistari með þremur liðum. Hinn er Baldvin Þorsteinsson. Hann varð Íslandsmeistari með KA, Val og FH.


Róbert Aron fór á kostum í úrslitakeppninni og sló tóninn strax í kvöld með því að eiga þátt í fjórum af fyrstu fimm mörkum Valsara.


„Loksins vorum við með alla leikmenn heila í átökin til viðbótar við flottan stuðning þá var ekki annað hægt en að vinna titilinn. Við slátruðum einvíginu. Við erum ógeðslega ánægðir enda er markmiðið í höfn. Það pælir enginn í hvernig deildin fór,“ sagði Róbert Aron Hostert, Íslandsmeistari með Val, í stuttu samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -