- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Maður svífur bara um á bleiku skýi

Sunna Jónsdóttir fagnar með einni að yngri landsliðskonunum, Katrínu Önnu Ásmundsdóttur eftir sigurleikinn í gærkvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Þetta er ótrúlegt og magnað. Maður svífur bara um á bleiku skýi,“ segir Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag. Eftir að hafa gengið í gegnum súrt og sætt með landsliðinu í 15 ár þá var Sunna í landsliðinu sem náði enn einum áfanganum í gærkvöld með fyrsta sigurleiknum á EM. Framundan er á morgun úrslitaleikur við Þýskaland um sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins. Staðan sem kvennalandsliðið hefur ekki áður verið í EM.


„Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum að komast inn á þetta mót eftir að hafa farið í gegnum hæðir og lægðir árum saman. Þegar á mótið var komið settum okkur það markmið að ná allavega í stig og það tókst í gær,“ segir Sunna en handbolti.is hitti hana á hóteli landsliðsins í hádeginu í dag.

„Ég er ótrúlega glöð og stolt með þetta allt saman. Stuðningurinn hefur fagnaður. Það var svo gaman að finna orkuna frá fólkinu úr stúkunni og geta síðan fagnað með þeim. Þetta allt saman er nánast ólýsanlegt,“ segir Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik.


Lengra viðtal er við Sunnu í myndskeiði með þessar frétt.

EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

A-landslið kvenna – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -