- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Toft kölluð í skyndi inn í danska landsliðið

Sandra Toft fagnar eftir að danska landsliðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í sumar. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Sandra Toft, markvörður, var kölluð inn í danska landsliðið í handknattleik í gærkvöld og kom hún með hraði frá Ungverjalandi, þar sem hún býr, til Vínarborgar í morgun. Toft á að verða annar markvörður danska landsliðsins í kvöld gegn Slóvenum í kvöld í þriðju og næst síðustu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins.

Framhaldið óljóst

Toft, sem er markvörður Evrópumeistara Györ, hleypur í skarðið fyrir Althea Reinhardt sem varð fyrir höfuðhöggi á æfingu danska landsliðsins í gær. Á þessu stigi er ekkert hægt að segja um hvort Toft klárar mótið með danska landsliðinu eða ekki. Það fer allt eftir hvernig Reinhardt líður á næstu dögum.

Vakti athygli

Mikla athygli vakti fyrir EM þegar Jesper Jensen landsliðsþjálfari Dana ákvað að velja Anna Kristensen í stað Toft sem verið hefur aðalmarkvörður landsliðsins í meira en áratug og hin síðari ár deilt stöðunni með Reinhardt. Kristensen hefur staðið sig afar vel og þess vegna voru gagnrýnisraddir að mestu þagnaðar þegar Toft var kölluð til vegna höfuðhöggs Reinhardt.


Toft lék sinn fyrsta landsleik árið 2008 og viðureignin í kvöld verður hennar 192 með landsliðinu.

Leikir dagsins á EM kvenna:
14.30: Sviss – Holland – RÚV.
17.00: Noregur – Þýskaland – RÚV2.
19.30: Danmörk – Slóvenía – RÚV2.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -