Íslandsmeistarar FH unnu sér inn sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í kvöld. Þeir fóru austur á Selfoss og unnu Grill 66-deildarliðið í bænum með 10 marka mun, 35:25, í Sethöllinni. FH-ingar gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Þeir voru með 10 marka forskot að honum loknum, 20:10.
Eins og sakir standa þá sækja FH-ingar liðsmenn ÍBV heim í átta liða úrslitum Poweradebikarsins um miðja næstu viku.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 6, Hákon Garri Gestsson 4/1, Sölvi Svavarsson 2, Jason Dagur Þórisson 2, Anton Breki Hjaltason 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Alvaro Mallols Fernandez 1, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, 22,2% – Alexander Hrafnkelsson 5, 26,3%.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 8, Birgir Már Birgisson 6, Einar Örn Sindrason 5/1, Símon Michael Guðjónsson 4/2, Gunnar Kári Bragason 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Ómar Darri Sigurgeirsson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Ólafur Gústafsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8, 33,3% – Birkir Fannar Bragason 4, 30,8%.