Inga Dís Jóhannsdóttir tryggði Haukum2 annað stigið í heimsókn til Vals2 í Grill 66-deild kvenna á Hlíðarenda í gærkvöld. Hún skoraði markið á allra síðustu sekúndu leiksins, 26:26.
Nokkrum sekúndum áður en Inga Dís skoraði sigurmarkið hafði hún átt þrumuskot í stöng Valsmarksins. Valsliðið tók þá leikhlé og var með öll tromp á hendi. Á þeim fáu sekúndum sem eftir voru vann Sonja Lind Sigsteinsdóttir leikmaður Hauka boltann af Valsliðinu, sendi á Ingu Dís sem notaði tækifærið og skaut rakleitt í mark Vals.
Valur er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig en Haukar í sjöunda sæti þremur stigum á eftir. Stöðuna og næstu leiki í Grill 66-deild kvenna er að finna hér.
Valur2 – Haukar2 26:26 (12:15).
Mörk Vals2: Guðrún Hekla Traustadóttir 10, Ásrún Inga Arnarsdóttir 7, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Lena Líf Orradóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 12, Silja Müller Arngrímsdóttir 4.
Mörk Hauka2: Inga Dís Jóhannsdóttir 8, Bryndís Pálmadóttir 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Roksana Jaros 3, Rósa Kristín Kemp 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Olivia Boc 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 12.