- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar skoruðu 43 mörk í Skógarseli

Hergeir Grímsson skoraði 10 mörk fyrir Hauka í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar fóru illa með ÍR-inga í heimsókn sinni til þeirra í Skógarselið í kvöld. Þeir hreinlega yfirspiluðu þá á stórum köflum í leiknum og unnu með 16 marka mun, 43:27, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 20:13. Með sigrinum færðust Haukar upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik, alltént um skeið. Liðið hefur 18 stig eftir leikina 14.


Haukar skoruðu 10 mörk í kvöld á fyrstu 10 mínútunum. Á sama tíma skoruðu ÍR-ingar aðeins þrjú mörk. Segja má að tónninn hafi þar með verið sleginn. Þótt ÍR-ingum hafi tekist aðeins að rétta sinn hlut fram að hálfleik þá náðu þeir aldrei að ógna sterku liði Hauka sem virðist vera fullt sjálfstrausts um þessar mundir eftir afar gott gengi síðustu vikur.

Ekki stóð steinn yfir steini í varnarleik ÍR-inga sem fengu á sig 43 mörk. Vissulega vilja ÍR-ingar hafa mikinn hraða í leikjum sínum en þeir brenndu sig á því í kvöld að Haukum líkar vel lífið við þær aðstæður sem sköpuðust að þessu sinni.


Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13/6, Hrannar Ingi Jóhannsson 4, Róbert Snær Örvarsson 3, Egill Skorri Vigfússon 2, Bernard Kristján Darkoh 2, Patrekur Smári Arnarsson 1, Bergþór Róbertsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3, 13,1%, Ólafur Rafn Gíslason 3/1, 13%, Alexander Ásgrímsson 3, 21,4%.

Mörk Hauka: Hergeir Grímsson 10/3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Þráinn Orri Jónsson 5, Geir Guðmundsson 5, Birkir Snær Steinsson 5, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Össur Haraldsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Freyr Aronsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 7/1, 35% – Aron Rafn Eðvarðsson 5, 26,3%.

Tölfræði HBStatz

Staðan í Olísdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -