- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn hristu af sér slenið og unnu Stjörnuna

Agnar Smári Jónsson var markahæstu Valsmanna í kvöld með átta mörk, þar af sjö í fyrri hálfleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valsmenn tóku af skarið í síðari hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld og unnu sannfærandi sex marka sigur í viðureign liðanna í Olísdeild karla á Hlíðarenda í kvöld, 40:34. Valsarar náðu sér þar með á strik aftur eftir tvo tapleiki í röð í deildinni þegar kom að viðureigninni í N1-höllinni að þessu sinni. Væntanlega hafa leikmenn Vals verið minnugir tapsins fyrir Stjörnunni í fyrri viðureigninni í Garðabæ í haust.


Valur var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:18. Þeir voru síðan með frumkvæðið allan síðari hálfleik.

Eins og í hinni viðureign kvöldsins, á milli Fram og Gróttu, þá sat varnarleikurinn á hakanum en sóknarleikurinn blómstraði að sama skapi.

Valur er þar með í fjórða sæti með 18 stig þegar hlé er komið á leikjum í Olísdeildinni. Framundan er mikilvægur leikur við Fram í átta liða úrslitum Poweradebikarsins á miðvikudagskvöld.
Stjarnan situr í sjötta sæti með 13 stig og er fimm stigum á eftir næsta liði fyrir ofan.

Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 8, Magnús Óli Magnússon 8, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5/2, Bjarni Í Selvindi 4, Andri Finnsson 4, Miodrag Corsovic 4, Viktor Sigurðsson 4, Björgvin Páll Gústavsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7, 17,1%.

Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 6, Tandri Már Konráðsson 5/2, Pétur Árni Hauksson 5, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Ísak Logi Einarsson 4, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Jóel Bernburg 3, Jóhannes Bjørgvin 2, Starri Friðriksson 2.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 4, 18,2% – Adam Thorstensen 1, 4,8%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan í Olísdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -