- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt klárt hjá Alfreð fyrir HM – 19 leikmenn valdir

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -



Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla hefir slegið föstu hvaða 19 leikmenn hann hefur valið til undirbúnings og þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi 14. janúar. Hann hyggst fækka um einn í hópnum áður en haldið verður til Danmerkur 13. janúar.


Af leikmönnunum 19 eru 12 af 14 leikmönnum sem unnu silfurverðlaun með þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Frakklandi í ágúst. Tim Hornke er ennþá frá keppni vegna meiðsla sem hann varð fyrir á leikunum. Kai Häfner batt enda á landsliðsferilinn eftir leikana og gaf þar af leiðandi ekki kost á sér.

Þýska landsliðið kemur saman í Hamborg 3. janúar. Til stendur að leika tvo vináttulandsleiki við Brasilíu 9. og 11. janúar í Flensborg og Hamborg áður en haldið verður yfir landamærin. Leikir þýska landsliðsins í riðlakeppni EM fara fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótalandi 15., 17., og 19. janúar gegn Póllandi, Sviss og Tékklandi.


Þýski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf).
David Späth (Rhein-Neckar Löwen).
Andreas Wolff (THW Kiel).
Aðrir leikmenn:
Rune Dahmke (THW Kiel).
Lukas Mertens (SC Magdeburg).
Julian Köster (VfL Gummersbach).
Marko Grgic (ThSV Eisenach).
Sebastian Heymann (Rhein-Neckar Löwen).
Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen).
Luca Witzke (SC DHfK Leipzig).
Nils Lichtlein (Füchse Berlin).
Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf).
Franz Semper (SC DHfK Leipzig).
Timo Kastening (MT Melsungen).
Lukas Zerbe (THW Kiel).
Christoph Steinert (HC Erlangen).
Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt).
Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf).
Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -