- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarmeistararnir eru úr leik – Framarar öflugri á lokakaflanum

Framarinn Reynir Þór Stefánsson hélt varnarmönnum Vals við efnið í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Bikarmeistarar síðasta tímabils Valur féll í kvöld úr leik í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins með þriggja marka tapi fyrir Fram, 35:32, í Lambhagahöllinni eftir jafna stöðu í hálfleik, 17:17. Fram var síðast með í undanúrslitum fyrir tveimur árum.

Í jöfnum og spennandi leik í Lambhagahöllinni voru Framarar sterkari á lokasprettinum. Breiddin í leikmannahópnum skilaði liðinu sigri. Einar Jónsson virtist endalaust geta töfrað leikmenn upp úr hatti sínum.


Valsmenn voru þreyttari þegar á leið leikinn og m.a. gat Magnús Óli Magnússon ekki leikið með til enda. Auk þess var Færeyingurinn Bjarni Í Selvindi fjarri góðu gamni eftir að hafa fengið heilahristing undir lok viðureignar Vals og Stjörnunnar á dögunum.

Ofan á annað var Alexander Petersson vikið af leikvelli með rautt spjald sjö mínútum fyrir leikslok. Afar harður dómur hjá Jónasi Elíassyni og Antoni Gylfa Pálssyni sem létu ekki rauða spjaldið nægja heldur fylgdi það bláa í kjölfarið. Alexander á þar með á hættu að vera í leikbanni þegar keppni í Olísdeildinni hefst í byrjun febrúar.

Engu síðar var spenna í leiknum nær því til enda. Agnar Smári Jónsson minnkaði muninn í eitt mark, 33:32, þegar mínuta var eftir.

Agnar Smári Jónsson skoraði 11 mörk fyrir Val í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Þrátt fyrir afar góðan leik Björgvins Páls Gústavssonar þá var varnarleikur Vals fjarri því að vera góður. Agnar Smári Jónsson átti stórleik í sókninni.

Reynir Þór Stefánsson var frábær í sóknarleik Fram eins og í flestum leikjum liðsins á tímabilinu.

Vorum bensínlausir í mörgum þáttum


„Höfðum fleiri ferska fætur“

Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8, Dagur Fannar Möller 6, Rúnar Kárason 5, Ívar Logi Styrmisson 4/1, Magnús Öder Einarsson 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Eiður Rafn Valsson 2, Erlendur Guðmundsson 1, Theodór Sigurðsson 1, Marel Baldvinsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 10, 34,5% – Breki Hrafn Árnason 4, 25%.

Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 11, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6/1, Viktor Sigurðsson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Miodrag Corsovic 3, Róbert Aron Hostert 2, Allan Norðberg 2.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1, 33,3%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -